Var fyrst í kúluvarpi til að fá pásu frá handboltanum en er nú komin á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 10:00 Erna Sóley Gunnarsdóttir er búin að eiga flott sumar. Íslandsmet og Íslandsmeistaratitill og svo farseðill á Ólympíuleikana í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mosfellingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir verður fyrsti kvenkyns kúluvarpari sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum en hún er á leið til Parísar seinna í þessum mánuði. Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira