Tíska og hönnun

Skvísuviðburður þar sem hátískuflíkum rigndi yfir gesti

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Margar af helstu tískuskvísum landsins komu saman á markaði Regn um helgina.
Margar af helstu tískuskvísum landsins komu saman á markaði Regn um helgina. SAMSETT

Fatamarkaður Regn var haldinn með pomp og prakt um síðastliðna helgi á Hafnartorgi þar sem tískuunnendur, skvísur landsins og nokkrir hundar sameinuðust í að skoða ýmsar gersemar. Regn er forrit sem endurselur notuð föt og ákváðu forsvarskonur Regn að færa þetta frá skjánum yfir í raunheima um stund.

Margrét Mist hjá Regn segir að tískugleðin hafi verið við völd.

„Við fengum vel valda aðila í lið með okkur til að setja upp bása og selja fötin sín. Úrvalið var frábært og gátu gestir og gangandi nælt sér í fjölbreyttar vörur, allt frá Gucci og Burberry yfir í eldri fatnað og íslenska hönnun. Kaup og sölur fóru í gegnum Regn forritið sem gekk eins og í sögu.

Fatamarkaðurinn stóð yfir laugardag og sunnudag og voru nýir seljendur og vörur báða dagana og því stöðugt flæði af nýjungum.“

Plötusnúðurinn Elísa þeytti skífum og bauð upp á alvöru tískupartý.

„Þetta var fullkomið tilefni til að skella sér í miðbæinn en stemningin var frábær þar sem gestir spjölluðu, fengu sér bolla eða bjór og versluðu elskuð föt. Við hlökkum til að endurtaka leikinn von bráðar.“

Hér má sjá skvísumyndir frá viðburðinum:

Skvísur að skoða.Regn
Arna Björk var í góðum gír.Regn
Gestir og glingur.Regn
Hekla Gaja og Anna Lísa smart á því.Regn
Eva Sóldís, Hörður og Daníel Pálsson mætti með hundinn.Regn
Margrét Mist og Eva Sóldís að setja upp fyrir markaðinn.Regn
Þetta krútt lét sig ekki vanta.Regn
Það var ýmislegt til sölu.Regn
Þessi sæti mætti.Regn
Ellen Helena, Hildur Anissa og Valdís Harpa.Regn
Litagleði!Regn
Eva Sóldís var í góðum gír.Regn
Alexía Mist og ungur tískuunnandi.Regn
Skvísustund!Regn
Ellen Helena, Hildur Anissa og Margrét Mist glæsilegar.Regn
María Sif Thorvaldsdóttir og Alexía Mist flottar.Regn
Urður Vala og Anna Lísa rokkuðu geggjuð lúkk.Regn
Nína Björk og Ásta Kristjánsdóttir brostu sínu breiðasta.Regn
Ofurpæjurnar Valdís Harpa og Sigríður Margrét.Regn
Sara Kamban geislaði í bláu.Regn

Fleiri fréttir

Sjá meira


×