Níu ára strákur lést eftir slys í mótorhjólakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 07:30 Lorenzo Somaschini hafði þegar vakið mikila athygli fyrir hæfileika sína á mótorhjólinu. @lolosomaspro Lorenzo Somaschini þótti einn efnilegasti mótorhjólakappi sem hefur komið fram í Argentínu en örlögin komu í veg fyrir að við fáum að sjá hann keppa aftur. Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira