Tengdasonur Íslands trúðaði Simon Cowell upp úr skónum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 15:07 Salurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Jelly Boy lyfti melónunni upp. Tengdasonur Íslands, trúðurinn Jelly Boy the Clown, heillaði Simon Cowell og félaga í dómnefndinni í raunveruleikaþættinum America's Got Talent upp úr skónum með ótrúlegu áhættuatriði. Sjá má atriðið í myndbandi neðst í fréttinni. Jelly Boy the Clown heitir Eric Broomfield og er búsettur á Íslandi þar sem hann á fjölskyldu. Hann hefur verið í sviðslistabransanum í New York í fimmtán ár og komið fram á ýmsum sýningum hér á landi, meðal annars Coney Iceland - Circus Sideshow. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2018 og kynntist eiginkonu sinni, Aðalheiði. Eftir það var ekki snúið og hefur hann búið hér síðan. Gerir stórhættulega hluti Jelly Boy er enginn venjulegur trúður, heldur fer hann létt með að gera hluti sem eru stórhættulegir, líkt og að gleypa sverð svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur undanfarin ár unnið með íslensku sviðslistafólki líkt og Margréti Erlu Maack, Azel Diego og Lalla töframanni. Simon Cowell leist ekkert á blikuna þegar tengdasonur Íslands steig á sviðið. Hann sagðist raunar hata trúða. Þá voru meðdómarar hans þau Sofia Vergara, Heidi Klum, Howie Mendel og kynnirinn Terry Crews ekkert spenntari fyrir Jelly Boy. Sá átti þó sannarlega eftir að snúa áliti hópsins og salsins sér í vil, líkt og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Athugið að atriðið er ekki fyrir viðkvæma. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Jelly Boy the Clown heitir Eric Broomfield og er búsettur á Íslandi þar sem hann á fjölskyldu. Hann hefur verið í sviðslistabransanum í New York í fimmtán ár og komið fram á ýmsum sýningum hér á landi, meðal annars Coney Iceland - Circus Sideshow. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2018 og kynntist eiginkonu sinni, Aðalheiði. Eftir það var ekki snúið og hefur hann búið hér síðan. Gerir stórhættulega hluti Jelly Boy er enginn venjulegur trúður, heldur fer hann létt með að gera hluti sem eru stórhættulegir, líkt og að gleypa sverð svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur undanfarin ár unnið með íslensku sviðslistafólki líkt og Margréti Erlu Maack, Azel Diego og Lalla töframanni. Simon Cowell leist ekkert á blikuna þegar tengdasonur Íslands steig á sviðið. Hann sagðist raunar hata trúða. Þá voru meðdómarar hans þau Sofia Vergara, Heidi Klum, Howie Mendel og kynnirinn Terry Crews ekkert spenntari fyrir Jelly Boy. Sá átti þó sannarlega eftir að snúa áliti hópsins og salsins sér í vil, líkt og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Athugið að atriðið er ekki fyrir viðkvæma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira