Sport

Liverpool aftur á leiðinni til Adidas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mohamed Salah í leik með Liverpool í mars á þessu ári. Nú leikur liðið í búningum frá Nike. 
Mohamed Salah í leik með Liverpool í mars á þessu ári. Nú leikur liðið í búningum frá Nike.  Getty/Chris Brunskill/Fantasista

Enska knattspyrnuliðið Liverpool gæti leikið í búningi frá Adidas frá árinu 2025 til ársins 2030.

Frá þessu greinir miðilinn Sport Business. Þrettán ár eru liðin frá því að Liverpool lék síðast í treyju frá Adidas.

Miðilinn greinir frá því að bæði Nike og Puma hafi barist um samning við enska félagið en Adidas hafi verið fyrir valinu. Í dag leikur félagið í búningi frá Nike og hefur liðið verið í því merki frá árinu 2020.

Nike greiðir félaginu í dag 30 milljónir punda á hverju tímabili fyrir núgildandi samning. Sú upphæð mun hækka umtalsvert í nýjum samningi við Adidas en ekki hefur verið tilkynnt um skiptin yfir til íþróttavörurisans.

En þýska fyrirtækið greiðir til að mynda Manchester United 90 milljónir punda á hverju tímabili fyrir að klæðast treyjum frá Adidas og gerði félagið tíu ára samning árið 2023. Forsvarsmenn Liverpool neituðu að tjá sig um málið þegar Sport Business leitaðist eftir staðfestingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×