Sport

„Erum ný­liðar og getum ekki verið að koma með neinar yfir­lýsingar“

Andri Már Eggertsson skrifar
John Andrews á hliðarlínunni í leik kvöldsins
John Andrews á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Víkingur vann 1-2 útisigur gegn Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna. John Andrews, þjálfari Víkings, var afar ánægður með sigurinn.

„Við viljum leggja hart að okkur og við gefumst ekki upp. Við erum nýliðar og getum ekki verið að koma með neinar yfirlýsingar. Síðustu tveir leikir hjá okkur hafa þó ekki verið slæmir,“ sagði John Andrews í viðtali eftir leik.

Víkingur komst yfir en það vakti heimakonur sem jöfnuðu og spiluðu betur það sem eftir var fyrri hálfleiks.

„Við gerðum ekki ráð fyrir að Stjarnan myndi spila með þrjá varnarmenn sem ruglaði okkur í ríminu. Ég hef sagt það síðustu 5-6 mánuði að gæðin í þjálfurum og leikmönnum í þessari deild er í afar háum gæðaflokki.

„Í seinni hálfleik breyttum við til sem ég ætla ekki að gefa upp hvað var en okkur leið mjög vel í síðari hálfleik.“

John var ánægður með hvernig liðið náði að halda út og vinna leikinn þegar að Stjarnan reyndi að freista þess að skora jöfnunarmark.

„Það var gott að við þurftum að þjást bæði í dag og gegn Val í Meistarakeppni KSÍ. Það var gott að þetta var erfitt og það var gott að við þurftum að hafa fyrir hlutunum og spila sem lið og ég var mjög ánægður með það,“ sagði John Andrews að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×