Umdeildur endir í hálfmaraþoni í Peking: Leyfðu honum að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 08:25 Kínverjinn He Jie vann hálfmaraþonið en á mjög umdeildan hátt. EPA-EFE/Tamas Vasvari Skipuleggjendur hálfmaraþonsins í Peking í Kína eru að rannsaka lokin á hlaupi karlanna eftir að það leit út fyrir að keppendur hafi leyft kínverska keppandanum He Jie að vinna. Tveir kenískir hlauparar, Robert Keter og Willy Mnangat og Eþíópíumaðurinn Dejene Hailu Bikila virtust hægja á sér undir lok hlaupsins og hvetja þann kínverska til að fara fram úr sér. Þessi fjórir keppendur höfðu hlaupið saman nær allt hlaupið. Eftir keppnina sagði Keníamaðurinn Willy Mnangat að þeir höfðu í raun verið hérar í hlaupinu fyrir Kínverjann. Beijing half marathon hit by controversy as China s He Jie allowed to win https://t.co/bEgaJwFxul— Guardian Australia (@GuardianAus) April 16, 2024 „Ég var ekki mættur til að keppa. Þetta var ekki keppnishlaup fyrir mig,“ sagði Mnangat. Guardian fjallar um hlaupið. „Hann er vinur minn. Hann kemur til Kenía og ég var héri fyrir hann í Wuxi maraþoninu. Hann er bara vinur minn, allt í lagi,“ sagði Mnangat við South China Morning Post. He Jie er kínverskur meistari í maraþonhlaupi en var þarna að keppa í hálfu maraþoni. „Ég veit ekki af hverjum þeir settu nafnið mitt fyrir ofan keppnisnúmerið í staðinn fyrir að skrá mig inn sem héra. Mitt starf var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að slá kínverska metið,“ sagði Mnangat við BBC. He kom í mark á tímanum 1:03.44 mín. en hann var einni mínútu og ellefu sekúndum frá því að ná kínverska metinu. Mnangat, Keter og Bikila urðu síðan jafnir í öðru sætinu. Organisers of the Beijing half marathon are investigating claims that three African athletes allowed China's star runner He Jie to win the race.Footage appeared to show the athletes pointing to the line and slowing down before waving past He. https://t.co/kDqcFaVjDu pic.twitter.com/Gns6plOBre— BBC News Africa (@BBCAfrica) April 15, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Tveir kenískir hlauparar, Robert Keter og Willy Mnangat og Eþíópíumaðurinn Dejene Hailu Bikila virtust hægja á sér undir lok hlaupsins og hvetja þann kínverska til að fara fram úr sér. Þessi fjórir keppendur höfðu hlaupið saman nær allt hlaupið. Eftir keppnina sagði Keníamaðurinn Willy Mnangat að þeir höfðu í raun verið hérar í hlaupinu fyrir Kínverjann. Beijing half marathon hit by controversy as China s He Jie allowed to win https://t.co/bEgaJwFxul— Guardian Australia (@GuardianAus) April 16, 2024 „Ég var ekki mættur til að keppa. Þetta var ekki keppnishlaup fyrir mig,“ sagði Mnangat. Guardian fjallar um hlaupið. „Hann er vinur minn. Hann kemur til Kenía og ég var héri fyrir hann í Wuxi maraþoninu. Hann er bara vinur minn, allt í lagi,“ sagði Mnangat við South China Morning Post. He Jie er kínverskur meistari í maraþonhlaupi en var þarna að keppa í hálfu maraþoni. „Ég veit ekki af hverjum þeir settu nafnið mitt fyrir ofan keppnisnúmerið í staðinn fyrir að skrá mig inn sem héra. Mitt starf var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að slá kínverska metið,“ sagði Mnangat við BBC. He kom í mark á tímanum 1:03.44 mín. en hann var einni mínútu og ellefu sekúndum frá því að ná kínverska metinu. Mnangat, Keter og Bikila urðu síðan jafnir í öðru sætinu. Organisers of the Beijing half marathon are investigating claims that three African athletes allowed China's star runner He Jie to win the race.Footage appeared to show the athletes pointing to the line and slowing down before waving past He. https://t.co/kDqcFaVjDu pic.twitter.com/Gns6plOBre— BBC News Africa (@BBCAfrica) April 15, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira