Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 12:19 Frá Dalslaug í Úlfarsárdal. Dalslaug Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira