„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2024 20:01 Bogi segir að skemmdirnar séu dýrar viðgerðar. Vísir/Steingrímur Dúi Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“ Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira