Sport

„Búið að lög­leiða þetta eins og kannabisnotkun í Banda­ríkjunum“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cousins er mættur með keðjurnar til Atlanta.
Cousins er mættur með keðjurnar til Atlanta. mynd/falcons

Strákarnir í Lokasókninni brugðust við biluninni á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar og mættu í Besta sætið til þess að gera upp allt sem hefur gengið á.

Henry Birgir Gunnarsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson settust fyrir framan hljóðnemana og höfðu svo sannarlega nóg að segja.

Ótrúlega margar stjörnur hafa söðlað um á síðustu dögum og þar bera hæst félagaskipti leikstjórnandans Kirk Cousins frá Vikings til Falcons. Þessi 35 ára gamli leikstjórnandi fékk enn einn risasamninginn þar þó svo hann sé að stíga upp úr hásinarslitum.

Klippa: Lokasóknin | Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar

Mesta færslan á leikmönnum hefur þó verið í hlauparastöðunni þar sem nánast allir leikmenn hafa skipt um lið.

Derrick Henry fór til Ravens, Saquon Barkley til Eagles, Josh Jacobs til Packers, Tony Pollard til Titans og svona má áfram telja.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér á Vísi sem og á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×