Tárvot goðsögnin vöknuð eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Aron Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 13:31 Mark Coleman drýgði svo sannarlega hetjudáð á dögunum er hann bjargaði foreldrum sínum úr brennandi húsi Vísir/Samsett mynd Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, er kominn til meðvitundar og í stöðugu ástandi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna áverka sem hann hlaut við að bjarga foreldrum sínum út úr brennandi húsi. Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu. MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu.
MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira