Framlínufólkið hjá Icelandair Andrea Rut Pálsdóttir skrifar 12. mars 2024 14:01 Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar