Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifa 22. nóvember 2025 08:01 Hvað er að vera þjóð, og til hvers reynum við að halda úti menningarsamfélagi hér úti í ballarhafi? Svörin við þessum spurningum snúast á endanum að miklu leyti um íslenskuna, tungumálið sem við höfum notað til að tala saman, hugsa, lesa og skrifa í meira en þúsund ár. Allan þann tíma hafa bókmenntirnar okkar varðveitt íslenskuna, knúið hana áfram og mótað hana í lipurt og beitt verkfæri sem er okkur kært og tamt. Bækurnar okkar, sögurnar og ljóðin, eru kjarninn í íslenskri menningu, gullforðinn okkar, vopnabúrið okkar. Og nú erum við allt í einu farin að hafa áhyggjur af því að krakkarnir okkar kunni ekki að lesa íslensku. Ha, segjum við hissa. Þau mæta í framhaldsskólann og kennararnir þeirra treysta þeim ekki til að lesa Laxness? Hvað gerðist eiginlega? Staðreyndin er sú, að fólk sest ekki niður og byrjar að lesa Laxness eða aðra sæmilega krefjandi texta ef það hefur ekki spreytt sig á skemmtilegum og áhugaverðum bókum frá blautu barnsbeini. Slíkar bækur þurfa þá að hafa verið skrifaðar eða þýddar, og krakkarnir þurfa að hafa greiðan aðgang að þeim. Eitt mikilvægasta, dýrmætasta og áhrifaríkasta verkfærið sem við höfum til að koma bókum á framfæri við börn eru bókasöfnin í skólunum og á vegum sveitarfélaganna. En miðað við framgöngu stjórnvalda gagnvart bókasöfnunum mætti halda að hér hafi verið tekin ákvörðun um að hætta að útvega börnum brakandi ferskar bækur. Að leggja af almennt læsi á íslensku, hætta með þetta litla, skrítna tungumál og leggja þjóðina bara niður. Það er hvort sem er miklu ódýrara og hagkvæmara að notast bara við ensku. Við getum þá hætt að rífast um þessa þágufallssýki, í eitt skipti fyrir öll. Sjóðurinn sem minnkaði og minnkaði Bókasafnssjóður er lítill sjóður sem stjórnvöld nota til að bæta rithöfundum upp það tap sem þeir verða fyrir þegar fólk tekur bók á bókasafninu í staðinn fyrir að kaupa hana. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að skera sjóðinn niður, enn einu sinni. Hann hefur þá verið skorinn niður um 45% frá árinu 2021, miðað við verðlagsvísitölu. Þannig fá höfundar sífellt minna borgað fyrir hvert útlán. Í fyrra var það 141 króna, í ár voru það 109 krónur. Þær verða enn færri á næsta ári ef niðurskurðurinn gengur eftir. Bókasafnssjóður er mikilvægur fyrir alla höfunda, en hann er langmikilvægastur fyrir barnabókahöfunda, sem fá stóran hluta tekna sinna í gegnum útlán af skólabókasöfnum. Allir ættu að græða á því; krakkarnir sem geta fengið lánaðar skemmtilegar bækur, höfundarnir sem fá pínulitlar tekjur af hverju útláni, og þjóðin öll, sem fær nýja herskara af lesendum og efnilegum þjóðfélagsþegnum á hverju ári. En ef höfundarnir fá alltaf minna og minna í sinn hlut, þá hafa þeir ekki efni á því að skrifa bækur fyrir börnin. Og sum bókasöfnin eru svo rýr og fjársvelt að krakkarnir hafa engan raunverulegan aðgang að bókum. Í sumum skólum er skólabókasafnið bara ein hilla. Við hönnun annarra skóla gleymdist að gera ráð fyrir bókasafni, svo hillurnar eru dreifðar um skólabygginguna. Enginn hjálpar krökkunum að finna bækur við sitt hæfi eða fylgist með því hver fær hvaða bók lánaða, svo höfundarnir fái borgað fyrir það úr bókasafnssjóði og bækurnar skili sér aftur. Í sumum skólum þurfa stjórnendur að velja á milli þess að kaupa nýjar bækur á bókasafnið eða fá stuðningsfulltrúa í skólastofurnar. Í sumum skólum eru foreldrar beðnir um að gefa gamlar barnabækur, svo krakkarnir hafi eitthvað að lesa. Í sumum skólum fá bókasöfnin 900 kr. á hvern nemanda til að kaupa bækur, á meðan söfn í öðrum skólum fá 7.700 kr. á hvern nemanda. Í sumum skólum vinnur ástríðufullur fagmaður við að halda bókum að börnum; finna rétta bók fyrir hvern og einn. Í öðrum skólum eiga börnin bara að finna út úr þessu sjálf. Skömmin er okkar Það er þjóðarskömm að við skulum mismuna börnunum okkar með þessum hætti. Ástandið lýsir algerum skorti á skilningi, framsýni og virðingu gagnvart börnunum, höfundunum, tungumálinu og menningu þjóðarinnar. Eina leiðin til að auka og bæta læsi grunnskólabarna á Íslandi er að fá þau til að lesa meira. Starfsfólk á skólabókasöfnum veit að fátt er jafn lestrarhvetjandi og nýjar bækur, börnin tæta í sig bækur sem þau eru spennt fyrir. Því verða stjórnvöld að gera átak í því að tryggja öllum börnum jafnan og greiðan aðgang að nýjum, fjölbreyttum og góðum bókum, og sjá til þess að barnabókahöfundar og bókaútgáfur fái greitt fyrir að skrifa og gefa út þessar bækur. Stjórn Rithöfundasambands Íslands styður tillögur SÍUNG, Samtaka barna- og unglingabókahöfunda á Íslandi, og Félags fagfólks á skólasöfnum, um að ríkisstjórnin grípi til eftirfarandi aðgerða: Bókasafnssjóður verði efldur. Sett verði lög um að ríkið kaupi ákveðinn fjölda útgefinna barnabóka og dreifi í skóla landsins. Skólar fái fjármagn til að hlúa að bókasöfnum sínum og notkun bóka í kennslu. Barna- og ungmennabækur verði styrktar sérstaklega. Gerist það ekki er hættan sú að við gerum börnin okkar menningarlega arflaus, aftengjum þau við íslenska tungu, og verðskuldum það eitt að verða þekkt sem þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður. Höfundar eru í stjórn Rithöfundasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Margrét Tryggvadóttir Sigríður Hagalín Björnsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er að vera þjóð, og til hvers reynum við að halda úti menningarsamfélagi hér úti í ballarhafi? Svörin við þessum spurningum snúast á endanum að miklu leyti um íslenskuna, tungumálið sem við höfum notað til að tala saman, hugsa, lesa og skrifa í meira en þúsund ár. Allan þann tíma hafa bókmenntirnar okkar varðveitt íslenskuna, knúið hana áfram og mótað hana í lipurt og beitt verkfæri sem er okkur kært og tamt. Bækurnar okkar, sögurnar og ljóðin, eru kjarninn í íslenskri menningu, gullforðinn okkar, vopnabúrið okkar. Og nú erum við allt í einu farin að hafa áhyggjur af því að krakkarnir okkar kunni ekki að lesa íslensku. Ha, segjum við hissa. Þau mæta í framhaldsskólann og kennararnir þeirra treysta þeim ekki til að lesa Laxness? Hvað gerðist eiginlega? Staðreyndin er sú, að fólk sest ekki niður og byrjar að lesa Laxness eða aðra sæmilega krefjandi texta ef það hefur ekki spreytt sig á skemmtilegum og áhugaverðum bókum frá blautu barnsbeini. Slíkar bækur þurfa þá að hafa verið skrifaðar eða þýddar, og krakkarnir þurfa að hafa greiðan aðgang að þeim. Eitt mikilvægasta, dýrmætasta og áhrifaríkasta verkfærið sem við höfum til að koma bókum á framfæri við börn eru bókasöfnin í skólunum og á vegum sveitarfélaganna. En miðað við framgöngu stjórnvalda gagnvart bókasöfnunum mætti halda að hér hafi verið tekin ákvörðun um að hætta að útvega börnum brakandi ferskar bækur. Að leggja af almennt læsi á íslensku, hætta með þetta litla, skrítna tungumál og leggja þjóðina bara niður. Það er hvort sem er miklu ódýrara og hagkvæmara að notast bara við ensku. Við getum þá hætt að rífast um þessa þágufallssýki, í eitt skipti fyrir öll. Sjóðurinn sem minnkaði og minnkaði Bókasafnssjóður er lítill sjóður sem stjórnvöld nota til að bæta rithöfundum upp það tap sem þeir verða fyrir þegar fólk tekur bók á bókasafninu í staðinn fyrir að kaupa hana. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að skera sjóðinn niður, enn einu sinni. Hann hefur þá verið skorinn niður um 45% frá árinu 2021, miðað við verðlagsvísitölu. Þannig fá höfundar sífellt minna borgað fyrir hvert útlán. Í fyrra var það 141 króna, í ár voru það 109 krónur. Þær verða enn færri á næsta ári ef niðurskurðurinn gengur eftir. Bókasafnssjóður er mikilvægur fyrir alla höfunda, en hann er langmikilvægastur fyrir barnabókahöfunda, sem fá stóran hluta tekna sinna í gegnum útlán af skólabókasöfnum. Allir ættu að græða á því; krakkarnir sem geta fengið lánaðar skemmtilegar bækur, höfundarnir sem fá pínulitlar tekjur af hverju útláni, og þjóðin öll, sem fær nýja herskara af lesendum og efnilegum þjóðfélagsþegnum á hverju ári. En ef höfundarnir fá alltaf minna og minna í sinn hlut, þá hafa þeir ekki efni á því að skrifa bækur fyrir börnin. Og sum bókasöfnin eru svo rýr og fjársvelt að krakkarnir hafa engan raunverulegan aðgang að bókum. Í sumum skólum er skólabókasafnið bara ein hilla. Við hönnun annarra skóla gleymdist að gera ráð fyrir bókasafni, svo hillurnar eru dreifðar um skólabygginguna. Enginn hjálpar krökkunum að finna bækur við sitt hæfi eða fylgist með því hver fær hvaða bók lánaða, svo höfundarnir fái borgað fyrir það úr bókasafnssjóði og bækurnar skili sér aftur. Í sumum skólum þurfa stjórnendur að velja á milli þess að kaupa nýjar bækur á bókasafnið eða fá stuðningsfulltrúa í skólastofurnar. Í sumum skólum eru foreldrar beðnir um að gefa gamlar barnabækur, svo krakkarnir hafi eitthvað að lesa. Í sumum skólum fá bókasöfnin 900 kr. á hvern nemanda til að kaupa bækur, á meðan söfn í öðrum skólum fá 7.700 kr. á hvern nemanda. Í sumum skólum vinnur ástríðufullur fagmaður við að halda bókum að börnum; finna rétta bók fyrir hvern og einn. Í öðrum skólum eiga börnin bara að finna út úr þessu sjálf. Skömmin er okkar Það er þjóðarskömm að við skulum mismuna börnunum okkar með þessum hætti. Ástandið lýsir algerum skorti á skilningi, framsýni og virðingu gagnvart börnunum, höfundunum, tungumálinu og menningu þjóðarinnar. Eina leiðin til að auka og bæta læsi grunnskólabarna á Íslandi er að fá þau til að lesa meira. Starfsfólk á skólabókasöfnum veit að fátt er jafn lestrarhvetjandi og nýjar bækur, börnin tæta í sig bækur sem þau eru spennt fyrir. Því verða stjórnvöld að gera átak í því að tryggja öllum börnum jafnan og greiðan aðgang að nýjum, fjölbreyttum og góðum bókum, og sjá til þess að barnabókahöfundar og bókaútgáfur fái greitt fyrir að skrifa og gefa út þessar bækur. Stjórn Rithöfundasambands Íslands styður tillögur SÍUNG, Samtaka barna- og unglingabókahöfunda á Íslandi, og Félags fagfólks á skólasöfnum, um að ríkisstjórnin grípi til eftirfarandi aðgerða: Bókasafnssjóður verði efldur. Sett verði lög um að ríkið kaupi ákveðinn fjölda útgefinna barnabóka og dreifi í skóla landsins. Skólar fái fjármagn til að hlúa að bókasöfnum sínum og notkun bóka í kennslu. Barna- og ungmennabækur verði styrktar sérstaklega. Gerist það ekki er hættan sú að við gerum börnin okkar menningarlega arflaus, aftengjum þau við íslenska tungu, og verðskuldum það eitt að verða þekkt sem þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður. Höfundar eru í stjórn Rithöfundasambands Íslands
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun