Sport

Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kirk Cousins var að fá enn einn risasamninginn í NFL-deildinni.
Kirk Cousins var að fá enn einn risasamninginn í NFL-deildinni. vísir/getty

Leikmannamarkaðurinn opnaði í NFL-deildinni í gær og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar stjörnur skipt um félag á einum degi.

Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu.

Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir.

Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur.

Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara.

Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag.

Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt.

Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til.

Leikstjórnendur:

  • Russell Wilson frá Broncos til Steelers.
  • Gardner Minshew frá Colts til Raiders
  • Tyrod Taylor frá Jets til Giants
  • Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots

Hlauparar:

  • Saquon Barkley frá Giants til Eagles
  • Josh Jacobs frá Raiders til Packers
  • Tony Pollard frá Cowboys til Titans
  • D´Andre Swift frá Eagles til Bears
  • Austin Ekeler frá Chargers til Commanders
  • Zack Moss frá Colts til Bengals
  • Devin Singletary frá Texans til Giants
  • Gus Edwards frá Ravens til Chargers

Annað:

  • Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður)
  • Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður)
  • Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður)
  • Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður)
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×