Dauðvona maður horfði á Dune 2 í fartölvu leikstjórans Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 10:08 Hjónin Tanya Lapointe og Denis Villeneuve sendu fartölvu leikstjórans til Kanada, svo dauðvona maður gæti horft á Dune 2, sex vikum á undan öllum öðrum. AP/Christinne Muschi Kvikmyndin Dune Part 2 eftir Denis Villeneuve hefur vakið mikla lukku í kvikmyndahúsum um heiminn allan eftir að hún var frumsýnd á dögunum. Tveir menn fengu að horfa á myndina í fartölvu leikstjórans á sjúkrahúsi í Quebec í Kanada, sex vikum á undan öðrum. Umræddur maður var fyrrverandi kvikmyndagerðarmaður og átti í janúar einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hans hinsta ósk var að sjá Dune 2 en myndin var ekki frumsýnd fyrr en í lok febrúar. Hann gat einungis horft á helming myndarinnar og dó nokkrum dögum síðar. Í samtali við Washington Post segir Josée Gagnon, sem stýrir góðgerðasamtökunum L‘Avant, að tíminn hafi skipt miklu máli og leitaði hún fyrst til samfélagsmiðla. Þar bað hún um aðstoð við að komast í samband við Vileneuve. Þann 1. mars sagði Gagnon frá því á Facebook að Villeneuve og eiginkona hans, einn framleiðanda kvikmyndarinnar, hefðu tekið vel í beiðnina. Bæði eru þau frá Kanada. Fyrst vildu þau koma manninum í flugvél til Montreal eða Los Angeles svo hann gæti horft á myndina. Það gekk ekki eftir vegna þess hve veikur maðurinn var orðinn. Þann 16. janúar flaug aðstoðarmaður Villeneuve til Quebec með fartölvu leikstjórans, svo maðurinn og vinur hans gátu horft á myndina á sjúkrahúsi. Báðir þurftu að skrifa undir þagnarsamkomulag og máttu ekki vera með síma sína þegar þeir horfðu á myndina. Gagnon segir manninn hafa verið orðinn verulega veikan og að hann hafi einungis getað horft á hálfa myndina en hún er tæplega þriggja klukkustunda löng. Þá þurfti hann að hætta vegna sársauka og lést maðurinn nokkrum dögum síðar. Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Tengdar fréttir Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Umræddur maður var fyrrverandi kvikmyndagerðarmaður og átti í janúar einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hans hinsta ósk var að sjá Dune 2 en myndin var ekki frumsýnd fyrr en í lok febrúar. Hann gat einungis horft á helming myndarinnar og dó nokkrum dögum síðar. Í samtali við Washington Post segir Josée Gagnon, sem stýrir góðgerðasamtökunum L‘Avant, að tíminn hafi skipt miklu máli og leitaði hún fyrst til samfélagsmiðla. Þar bað hún um aðstoð við að komast í samband við Vileneuve. Þann 1. mars sagði Gagnon frá því á Facebook að Villeneuve og eiginkona hans, einn framleiðanda kvikmyndarinnar, hefðu tekið vel í beiðnina. Bæði eru þau frá Kanada. Fyrst vildu þau koma manninum í flugvél til Montreal eða Los Angeles svo hann gæti horft á myndina. Það gekk ekki eftir vegna þess hve veikur maðurinn var orðinn. Þann 16. janúar flaug aðstoðarmaður Villeneuve til Quebec með fartölvu leikstjórans, svo maðurinn og vinur hans gátu horft á myndina á sjúkrahúsi. Báðir þurftu að skrifa undir þagnarsamkomulag og máttu ekki vera með síma sína þegar þeir horfðu á myndina. Gagnon segir manninn hafa verið orðinn verulega veikan og að hann hafi einungis getað horft á hálfa myndina en hún er tæplega þriggja klukkustunda löng. Þá þurfti hann að hætta vegna sársauka og lést maðurinn nokkrum dögum síðar.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Tengdar fréttir Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Villeneuve til í þriðju myndina Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. 30. ágúst 2023 17:02