Lífið

Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eden Golan keppandi Ísrael í Eurovision í ár.
Eden Golan keppandi Ísrael í Eurovision í ár.

Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision.

Það er ísraelski miðillinn Ynet sem greinir frá þessu. Eins og fram hefur komið mun hin rússnesk ættaða Eden Golan koma fram fyrir hönd Ísrael í keppninni. Það á hinsvegar eftir að velja fyrir hana lag.

Áður hefur lagið October Rain komið til greina en lagið vísar með beinum hætti til árásar Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Áður hefur verið fullyrt að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti lagið of pólitískt og því brjóti það í bága við reglur keppninnar.

Nú hefur Ynet eftir heimildarmönnum sínum að forsvarsmenn KAN sjónvarpsstöðvarinnar í Ísrael hafi lagt fram annað lag, Dancing Forever, í stað October Rain. Það hafi verið annað val innanhúss sem framlag Ísrael í Eurovision.

Fullyrt er að forsvarsmenn EBU hafi einnig hafnað því lagi sem framlagi Ísrael í Eurovision. Ekki er tekið fram af hvaða ástæðum þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt. Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís.

Löndum hefur áður verið vikið úr keppni fyrir pólitískan boðskap í Eurovision en síðast gerðist það í tilviki Hvíta-Rússlands árið 2021 og í tilviki Georgíu árið 2009.

My mind hiding

I don’t know what’s right

Take me to the right road

There’s no more time and I can’t go wrong

Breath in

I know that i’m strong

I brake all the chains

I’m on the edge now

Watch me fly away

Oh dance like an angel

Oh you will remember

That I will dance forever

I will dance again

Oh dance like an angel

Drowning in the sunrise

My heart is so cold, but my soul is on fire

Someone is calling from paradise

The hope doesn’t stop, it just spreads its wings

It is like a million stars that suddenly light up in the sky

Heart on fire I’m a fighter

Don’t stop the music

Turn it up louder

I spread out me wings

Flying through the sky hear violins

Angels don’t cry

They only sing

Still feel the ground

Beneath my feet


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×