Lífið samstarf

Topp tíu listi yfir nauð­syn­legar skíða­vörur

Everest
Hlýr og fallegur skíðafatnaður og öruggur skíðabúnaður skiptir öllu máli. Skoðaðu Topp tíu listinn yfir nauðsynlegar skíðavörur frá Everest.
Hlýr og fallegur skíðafatnaður og öruggur skíðabúnaður skiptir öllu máli. Skoðaðu Topp tíu listinn yfir nauðsynlegar skíðavörur frá Everest.

Skíðavertíðin er í hámarki hér á landi næstu vikurnar og fjöldi skíðasvæða um land allt eru full af glöðu fólki á öllum aldri.

Að sjálfsögðu skiptir miklu máli að klæða sig vel (og jafnvel smart!) og huga að örygginu. Hér er Topp tíu listinn yfir nauðsynlegar skíðavörur frá Everest.

1. Góð og falleg ullarföt eru ómissandi í skíðaferðina. Þau eru lykillinn að því að þér verði ekki kalt á meðan þú skíðar brekkurnar og geta einnig virkað sem Aprés ski fatnaður.

2. Vertu viss um að pakka góðum skíðalúffum í töskuna þína. Að vera köld og blaut á höndum skemmir góðan dag í fjallinu.

3. Að vera í réttum sokkum er gríðarlega mikilvægt. Alls ekki gera þau mistök að vera í gömlu góðu bómullarsokkunum. Nútíma skíðasokkar halda okkur þurrum, heitum og koma í veg fyrir nuddsár.

4. Skíðajakki og buxur! Skíðafatnaður þarf að vera úr lipru efni með góða öndun og vatnsheldni. Fatnaðurinn í dag er orðinn léttur og er ekki allt of þykkur.

5. Millilagið skiptir miklu máli og margir möguleikar eru í boði. Gamla góða flíspeysan, þykk skyrta eða einfaldlega einhver flott ullarpeysa.

6. Þegar kemur að skíðum og skíðaskóm er afar mikilvægt að vera með búnað sem hæfir eigin getu. Hjá okkur í Everest færð þú leiðsögn og ráðgjöf frá sérfræðingum okkar þegar þú velur búnað.

7. Það mikilvægasta af öllu er góður hjálmur sem hlífir og heldur hita á kollinum okkar.

8. Skíðagleraugu og sólgleraugu eru skyldueign fyrir allt skíðafólk. Gleraugun hlífa augunum okkar frá sól og vindi en mörg gleraugu í dag skerpa einnig á línum í snjónum þannig að við sjáum betur í erfiðari aðstæðum.

9. Skíðadagarnir eru oft langir og þá er gott að vera með lítinn bakpoka til þess að geyma aukaflíkur og smá nesti í.

10. Þegar hjálmurinn fer af eftir langan dag á skíðum er gott að geta sett húfuna á sig.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×