Sara hjólar í eyðimörkinni á „hvíldardögunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 12:01 Sara Sigmundsdóttir á hjólinu sínu fyrir utan Dúbaí í gær. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er þessa dagana stödd á Arabíuskaganum þar sem hún er að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil. Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira