Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2024 11:46 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fékk umboð trúnaðarráðs í gær til að boða til aðgerða. Stöð 2/Arnar Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. Forysta breiðfylkingarinnar kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að ræða stöðuna en ekki hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins frá því á föstudag þegar breiðfylkingin lýsti yfir árangurslausum viðræðum. Það út af fyrir sig er skref í átt til þess að boða til aðgerða. Í gærkvöldi steig trúnaðarráð VR síðan annað skref með því að veita samninganefnd félagsins umboð til að boða til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna einstaka. Þegar samkomulag um launaliðinn liggi fyrir láti Samtök atvinnulífsins samninga stranda á sanngjörnum tryggingum fyrir launafólk. Ragnar Þór Ingólfsson segir forsenduákvæði hafa verið í öllum langtíma kjarasamningum undanfarna áratugi, þar með talin ákvæði um vexti.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið að veita okkur heimild til að undirbúa aðgerðir eða verkföll til að ná fram markmiðum okkar. Sem eru auðvitaðað gera langtíma kjarasamning og ná niður vöxtum og verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hins vegar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í gær að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór segir þetta staðfesta frjálsan samningsrétt á vinnumarkaði. „Og það sem meira er, hann auðvitað blæs á þessar fullyrðingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að slík forsenduákvæði vegi að sjálfstæði Seðlabankans. Það er mikilvægast í þessu og hún þarf auðvitað að svara fyrir það,“ segir Ragnar Þór. Það væri ekkert óeðlilegt við að hafa forsenduákvæði um vexti enda væri forsenda hóflegra launahækkana að verðbólga minnki og vextir lækki hratt. Þetta væri grundvallaratriði. Forsenduákvæði hefðu verið í öllum langtíma kjarasamningum í áratugi og vaxtaákvæði til að mynda verið í lífskjarasamningunum. „Greiðslubyrði húsnæðislána hefur ríflega tvöfaldast á mjög stuttum tíma. Það er engin launahækkun sem nær yfir þann gríðarlega skell sem fólk hefur þurft að taka út af þessum miklu hækkunum vaxta,“ segir formaður VR. Það væri því sérstök og ófyrirleitin nálgun að hálfu Samtaka atvinnulífsins að neita að skilyrða atvinnulífið og fyrirtækin til að taka raunverulega þátt í þessu verkefni. „Við erum að gera kjarasamning út frá ákveðnum efnahagslegum forsendum. Ef þær efnahagslegu forsendur standast ekki, meðal annars varðandi verðbólgu og vaxtastig, þá er forsenda fyrir þeim launatölum sem við erum þó búin að ná saman um ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Forysta breiðfylkingarinnar kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að ræða stöðuna en ekki hefur verið fundað með Samtökum atvinnulífsins frá því á föstudag þegar breiðfylkingin lýsti yfir árangurslausum viðræðum. Það út af fyrir sig er skref í átt til þess að boða til aðgerða. Í gærkvöldi steig trúnaðarráð VR síðan annað skref með því að veita samninganefnd félagsins umboð til að boða til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna einstaka. Þegar samkomulag um launaliðinn liggi fyrir láti Samtök atvinnulífsins samninga stranda á sanngjörnum tryggingum fyrir launafólk. Ragnar Þór Ingólfsson segir forsenduákvæði hafa verið í öllum langtíma kjarasamningum undanfarna áratugi, þar með talin ákvæði um vexti.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið að veita okkur heimild til að undirbúa aðgerðir eða verkföll til að ná fram markmiðum okkar. Sem eru auðvitaðað gera langtíma kjarasamning og ná niður vöxtum og verðbólgu,“ segir Ragnar Þór. Samtök atvinnulífsins segjast ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hins vegar fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í gær að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór segir þetta staðfesta frjálsan samningsrétt á vinnumarkaði. „Og það sem meira er, hann auðvitað blæs á þessar fullyrðingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að slík forsenduákvæði vegi að sjálfstæði Seðlabankans. Það er mikilvægast í þessu og hún þarf auðvitað að svara fyrir það,“ segir Ragnar Þór. Það væri ekkert óeðlilegt við að hafa forsenduákvæði um vexti enda væri forsenda hóflegra launahækkana að verðbólga minnki og vextir lækki hratt. Þetta væri grundvallaratriði. Forsenduákvæði hefðu verið í öllum langtíma kjarasamningum í áratugi og vaxtaákvæði til að mynda verið í lífskjarasamningunum. „Greiðslubyrði húsnæðislána hefur ríflega tvöfaldast á mjög stuttum tíma. Það er engin launahækkun sem nær yfir þann gríðarlega skell sem fólk hefur þurft að taka út af þessum miklu hækkunum vaxta,“ segir formaður VR. Það væri því sérstök og ófyrirleitin nálgun að hálfu Samtaka atvinnulífsins að neita að skilyrða atvinnulífið og fyrirtækin til að taka raunverulega þátt í þessu verkefni. „Við erum að gera kjarasamning út frá ákveðnum efnahagslegum forsendum. Ef þær efnahagslegu forsendur standast ekki, meðal annars varðandi verðbólgu og vaxtastig, þá er forsenda fyrir þeim launatölum sem við erum þó búin að ná saman um ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45
Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent