Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 17:01 NFL áhugakona stillir sér upp á milli mynda af leikstjórnendunum, Patrick Mahomes og Brock Purdy. Getty/Candice Ward Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira