Mögulegt að smærri viðburður valdi gosi Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga. Vísir/Arnar Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50