Sara Sigmunds orðin fjárfestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 09:32 Sara Sigmundsdóttir hefur trú á því að nýja smáforrtið geti hjálpað fólki við að skipuleggja réttar æfingar. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir tilkynnti í gær um aðeins öðruvísi styrktarsamning en vanalega. Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt) CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt)
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira