Leikurinn gegn Portúgal opnaði dyr inn í ensku úrvalsdeildina Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2024 07:30 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Íslands og Portúgal ytra í nóvember á síðasta ári. David S. Bustamante/Getty Images) Hákon Rafn Valdimarsson stefnir á að koma sér eins fljótt og hann getur í liðið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira