Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:01 Kamila Valieva mun ekki keppa að nýju fyrr en undir lok næsta árs. Matthew Stockman/Getty Images Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira
Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira