Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:01 Kamila Valieva mun ekki keppa að nýju fyrr en undir lok næsta árs. Matthew Stockman/Getty Images Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira