Sport

Þyrluflug á sjúkra­hús eftir slæmt skíðaslys

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mikaela Shiffrin um síðustu helgi þegar hún vann 95. titilinn á ferlinum.
Mikaela Shiffrin um síðustu helgi þegar hún vann 95. titilinn á ferlinum. Paul Brechu/Agence Zoom/Getty Images

Bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin var flutt með þyrluflugi á sjúkrahús eftir slæmt hrap í brunkeppni kvenna í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu.  

Hún missti stjórn á sér í miðri brekku og klessti á net sem umkringja brautina. Hún sendi aðdáendum sínum uppfærslu af meiðslunum á Instagram og kvaðst fegin að ekki hafi farið verr. 

Hún sagði ómögulegt að segja til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu, en það væri ljóst að hún myndi ekki skíða meira þessa helgi og ekki taka þátt í keppninni í Kronplatz næstu helgi. 

Keppnin tafðist um tuttugu mínútur með Mikaela var fjarlægð af vettvangi og flutt á sjúkrahús. Hún vann á dögunum sinn 95. titil þegar hún vann keppni í Jasna, Slóvakíu og komst á verðlaunapall í 150. skipti. 

Helsti keppinautur hennar, hin slóvakíska Petra Vlhova, meiddist á hné í þeirri keppni og verður frá út tímabilið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×