Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2024 07:20 Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Álit umboðsmanns birtist í gær og var niðurstaða hans sú að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í gær taka álitið alvarlega en sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir í Morgunblaðinu að niðurstaða umboðsmanns sé afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra hafi brotið gegn atvinnu-og eignaréttindum. Svandís hafi látið eigin pólitísk sjónarmið ráða för hvað sem öðrum hagsmunum hafi liðið. Þá er haft eftir lögmanni fyrirtækisins að álit umboðsmanns sé í samræmi við meginforsendur málatilbúnaðar Hvals hf. Ráðherra hafi hvorki gætt að stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild sem finna megi í 4. grein laga um hvalveiðar og því sé reglugerðin án lagastoðar. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í gærkvöldi. Teitur segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins líti álit umboðsmanns alvarlegum augum. Gísli segir Pírata telja eðlilegast að Svandís segi af sér ráðherraembætti. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Álit umboðsmanns birtist í gær og var niðurstaða hans sú að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í gær taka álitið alvarlega en sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir í Morgunblaðinu að niðurstaða umboðsmanns sé afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra hafi brotið gegn atvinnu-og eignaréttindum. Svandís hafi látið eigin pólitísk sjónarmið ráða för hvað sem öðrum hagsmunum hafi liðið. Þá er haft eftir lögmanni fyrirtækisins að álit umboðsmanns sé í samræmi við meginforsendur málatilbúnaðar Hvals hf. Ráðherra hafi hvorki gætt að stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild sem finna megi í 4. grein laga um hvalveiðar og því sé reglugerðin án lagastoðar. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í gærkvöldi. Teitur segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins líti álit umboðsmanns alvarlegum augum. Gísli segir Pírata telja eðlilegast að Svandís segi af sér ráðherraembætti.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37
„Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23
Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08