Sport

Conor lofar stórum tíðindum eftir að hann hitti Ronaldo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conor McGregor og Cristiano Ronaldo ræðast við á bardagakvöldi í Sádi-Arabíu á Þorláksmessu.
Conor McGregor og Cristiano Ronaldo ræðast við á bardagakvöldi í Sádi-Arabíu á Þorláksmessu. getty/Richard Pelham

Írski bardagakappinn Conor McGregor segir að stórra tíðinda sé að vænta eftir að hann hitti fótboltastjörnuna Cristiano Ronaldo.

Conor og Ronaldo hittust á boxkvöldi í Sádi-Arabíu þar sem Anthony Joshua sigraði Otto Wallin og Deontay Wilder tapaði fyrir Joseph Parker.

Vel fór á með þeim Conor og Ronaldo og ef marka má færslu Írans á Instagram eru stór tíðindi í vændum frá honum.

„Goðsagnakennt boxkvöld í konungsríkinu Sádi-Arabíu. Stór tíðindi á leiðinni,“ skrifaði Conor og hafði nafn Ronaldos með í færslunni auk þriggja mynda af þeim.

Conor hefur ekki keppt síðan hann tapaði fyrir Dustin Poirier í júlí 2021. Hann er enn samningsbundinn UFC.

Í viðtali á bardagakvöldinu í Sádi-Arabíu sagði Conor að hann gæti mætt fyrrverandi heimsmeistaranum í boxi, Manny Pacquiao. Conor tapaði fyrir Floyd Mayweather í eina boxbardaga sínum á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×