Rótarýfélagar gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 20:31 Grétar Harðarson, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga er spenntur fyrir rútuverkefni klúbbsins, sem gengur út á það að gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga hafa tekið að sér stórt verkefni en það er að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar, sem er orðin gömul og lúin enda orðin sextíu ára gömul. Rútan er í geymslu hjá Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira