Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 20:57 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. Í gær var greint frá því að Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, undirbyggi málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík, sem gerðu það að verkum að eigendur fasteigna í bænum hefðu ekki full yfirráð þeirra. Í Facebook-færslu greinir Jón Steinar frá því að umbjóðendur lögmannsstofu hans séu nú hættir við. „Ekki veit ég gjörla hver er ástæða þeirra fyrir þessu,“ skrifar Jón Steinar. Málið hafi vakið upp spurningar um ríkisvaldið Í færslunni rekur Jón Steinar þau sjónarmið sem bjuggu að baki hinni fyrirhuguðu málsókn. „Að ríkisvaldið hefði ekki heimild til að vísa þeim á brott úr bænum og þar með úr húsum sínum. Lá fyrir að ástæða yfirvaldanna fyrir þessari ákvörðun var sú að hætta væri á eldgosi í bænum, sem gæti orðið þeim að fjörtjóni, ef þeir byggju þar, þegar það gerðist. Þeir höfðu hins vegar byggt fyrirætlanir sínar um málsókn aðallega á því að ekki væri unnt að banna þeim afnot af eigum sínum af þessari ástæðu. Þeir nytu réttar til að nýta eignir sínar, enda væri þeim kunnugt um hugsanlega hættu sem vísað væri til og bæru því sjálfir ábyrgðina á því að flytja aftur inn í hús sín. Töldu þeir að þessi réttur þeirra væri varinn af stjórnarskránni og gengi því framar reglum í lögum um almannavarnir sem yfirvöldin byggðu á ákvarðanir sínar um bann við fastri búsetu í húsunum.“ Jón Steinar segir málið hafa vakið upp spurningar um þýðingarmikil atriði varðandi lagalegan grundvöll þjóðfélagsins. Vald ríkisins stafi frá mönnunum sem búa á vettvangi þess. Það feli í sér að valdhafar dragi vald sitt frá fólkinu og beri ábyrgð á meðferð þess gagnvart því. Borgarar eigi í grunninn að fara sjálfir með vald í eigin málefnum, að því gefnu að þeir raski ekki hagsmunum annarra. „Þrátt fyrir þetta fer ríkið með vald í málefnum sem snúa að borgurum í heild og samskiptum þeirra á milli. Rekstur dómstóla getur verið dæmi um þetta. Jafnframt getur ríkisvaldið ráðist til sameiginlegra verka sem snerta hagsmuni margra, jafnvel allra borgara. Dæmi um það er vegagerð í landinu og stofnun og rekstur annarra samgöngumannvirkja,“ skrifar Jón Steinar. Margir virðist líta á ríkið sem félag, hvers stjórnendur ráði hvaða málefnum borgaranna sem er. Það sé misskilningur, þar sem stjórnskipan ríkisins samkvæmt stjórnarskrá byggi á því að borgarar hafi frelsi til að ráða sér sjálfir í málefnum sem ekki snerti aðra. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar gangi út á að vernda menn fyrir öðrum. „Ekki bara þeim sem beita aðra menn ofbeldi, heldur líka þeim sem vilja ráðskast með málefni sem öðrum koma ekki við og vilja ekki taka þátt í,“ skrifar Jón Steinar. „Þegar grannt er skoðað gekk Grindavíkurmálið út á þetta. Höfðu handhafar ríkisvaldsins heimildir til að banna mönnum nýtingu eigna sinna á þann hátt að ekki skaðaði aðra? Kannski hvorki sjá menn né skilja takmarkanirnar á valdi ríkisins á þann veg sem að framan greinir? Þeir halda þá að handhafar ríkisvaldsins megi fara með vald sitt eins og þeim þóknast. Almennir borgarar hafi ekkert um þetta að segja nema þá kannski á kjördegi. Ef þetta eru almenn viðhorf almennings í landi okkar er málum illa komið. Við skulum vona að svo sé ekki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. 21. desember 2023 19:24 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Í gær var greint frá því að Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, undirbyggi málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík, sem gerðu það að verkum að eigendur fasteigna í bænum hefðu ekki full yfirráð þeirra. Í Facebook-færslu greinir Jón Steinar frá því að umbjóðendur lögmannsstofu hans séu nú hættir við. „Ekki veit ég gjörla hver er ástæða þeirra fyrir þessu,“ skrifar Jón Steinar. Málið hafi vakið upp spurningar um ríkisvaldið Í færslunni rekur Jón Steinar þau sjónarmið sem bjuggu að baki hinni fyrirhuguðu málsókn. „Að ríkisvaldið hefði ekki heimild til að vísa þeim á brott úr bænum og þar með úr húsum sínum. Lá fyrir að ástæða yfirvaldanna fyrir þessari ákvörðun var sú að hætta væri á eldgosi í bænum, sem gæti orðið þeim að fjörtjóni, ef þeir byggju þar, þegar það gerðist. Þeir höfðu hins vegar byggt fyrirætlanir sínar um málsókn aðallega á því að ekki væri unnt að banna þeim afnot af eigum sínum af þessari ástæðu. Þeir nytu réttar til að nýta eignir sínar, enda væri þeim kunnugt um hugsanlega hættu sem vísað væri til og bæru því sjálfir ábyrgðina á því að flytja aftur inn í hús sín. Töldu þeir að þessi réttur þeirra væri varinn af stjórnarskránni og gengi því framar reglum í lögum um almannavarnir sem yfirvöldin byggðu á ákvarðanir sínar um bann við fastri búsetu í húsunum.“ Jón Steinar segir málið hafa vakið upp spurningar um þýðingarmikil atriði varðandi lagalegan grundvöll þjóðfélagsins. Vald ríkisins stafi frá mönnunum sem búa á vettvangi þess. Það feli í sér að valdhafar dragi vald sitt frá fólkinu og beri ábyrgð á meðferð þess gagnvart því. Borgarar eigi í grunninn að fara sjálfir með vald í eigin málefnum, að því gefnu að þeir raski ekki hagsmunum annarra. „Þrátt fyrir þetta fer ríkið með vald í málefnum sem snúa að borgurum í heild og samskiptum þeirra á milli. Rekstur dómstóla getur verið dæmi um þetta. Jafnframt getur ríkisvaldið ráðist til sameiginlegra verka sem snerta hagsmuni margra, jafnvel allra borgara. Dæmi um það er vegagerð í landinu og stofnun og rekstur annarra samgöngumannvirkja,“ skrifar Jón Steinar. Margir virðist líta á ríkið sem félag, hvers stjórnendur ráði hvaða málefnum borgaranna sem er. Það sé misskilningur, þar sem stjórnskipan ríkisins samkvæmt stjórnarskrá byggi á því að borgarar hafi frelsi til að ráða sér sjálfir í málefnum sem ekki snerti aðra. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar gangi út á að vernda menn fyrir öðrum. „Ekki bara þeim sem beita aðra menn ofbeldi, heldur líka þeim sem vilja ráðskast með málefni sem öðrum koma ekki við og vilja ekki taka þátt í,“ skrifar Jón Steinar. „Þegar grannt er skoðað gekk Grindavíkurmálið út á þetta. Höfðu handhafar ríkisvaldsins heimildir til að banna mönnum nýtingu eigna sinna á þann hátt að ekki skaðaði aðra? Kannski hvorki sjá menn né skilja takmarkanirnar á valdi ríkisins á þann veg sem að framan greinir? Þeir halda þá að handhafar ríkisvaldsins megi fara með vald sitt eins og þeim þóknast. Almennir borgarar hafi ekkert um þetta að segja nema þá kannski á kjördegi. Ef þetta eru almenn viðhorf almennings í landi okkar er málum illa komið. Við skulum vona að svo sé ekki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. 21. desember 2023 19:24 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. 21. desember 2023 19:24
Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12