Kötturinn Prins var týndur í tólf ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2023 20:30 Prins, sem hefur verið týndur í 12 ár og allir voru búnir að telja hann af en nú var hann að finnast sprelllifandi i Húsafelli eftir að hafa verið á vergangi þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi. Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira