„Hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. desember 2023 22:46 Það er álag á Jóhann Þór og Grindvíkinga þessa dagana Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á „heimavelli“ gegn Stjörnunni í leik sem varð æsispennandi en lokatölur leiksins urðu 87-88. Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26