„Hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. desember 2023 22:46 Það er álag á Jóhann Þór og Grindvíkinga þessa dagana Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á „heimavelli“ gegn Stjörnunni í leik sem varð æsispennandi en lokatölur leiksins urðu 87-88. Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26