Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 12:24 Sigurður Örn er formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26