Innlent

Hættu­svæðið í kringum Grinda­vík stækkað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kort Veðurstofu Íslands af hættusvæði í kringum Grindavík vegna jarðhræringa.
Kort Veðurstofu Íslands af hættusvæði í kringum Grindavík vegna jarðhræringa. Veðurstofa Íslands

Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Eins og fram hefur komið er kvika enn á grunnu dýpi undir og í grennd við bæinn. Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að líklegasta sviðsmyndin sé enn sú að komi til eldgoss muni gjósa nærri Hagafelli austan Þorbjörns.

Í tilkynningu Veðurstofu vegna uppfærðs hættumatskorts kemur fram að hættusvæðið hafi verið stækkað út frá nýjum gervitunglamyndum. Þær eru af Svartsengi og kvikuganginum en einnig voru tekin til greina gögn sem voru til umræðu í morgun á fundi almannavarna, sérfræðinga Veðurstofunnar og Háskóla Íslands.

Hættusvæðin eru þrjú eins og sjá má á kortinu. Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa kortið til hliðsjónar í skipulagninu fyrir svæðið.

Áður hefur komið fram á vef Veðurstofunnar að gögnin sýni breytingar sem orðið hafa frá 18. til 19. nóvember. Þar megi sjá skýr merki um landris í Svartsengi á sömu slóðum og landris hafði áður mælst áður en kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember.


Tengdar fréttir

Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim

Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 

Vonar að vinnu­veit­endur sýni björgunar­sveitar­fólki skilning

Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×