Sport

Hand­tekinn grunaður um mann­dráp af gá­leysi eftir and­lát John­son

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adam Johnson lést eftir hörmulegt slys í leik Nottingham Panthers og Sheffield Steelers í íshokkí í síðasta mánuði.
Adam Johnson lést eftir hörmulegt slys í leik Nottingham Panthers og Sheffield Steelers í íshokkí í síðasta mánuði. Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Einn maður hefur verið handtekinn, grunaður um manndráp af gáleysi, eftir að íshokkíleikmaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum í kjölfar þess að hann skarst illa á hálsi með skauta í leik með Nottingham Panthers.

Johnson slasaðist illa í leik Nottingham Panthers og Sheffield Steelers í íshokkí þann 28. október síðastliðinn og var svo úrskurðaður látinn eftir að hann var fluttur á sjúkrahús. Nú hefur krufning staðfest að Johnson lést af völdum sára sinna.

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar og nú hefur einn verið handtekinn, grunaður um manndráp af gáleysi.

„Við hófum rannsókn okkar um leið og þessi harmelikur kom upp og við höfum unnið ítarlega rannsóknarvinnu til að púsla saman atburðunum sem leiddu til þess að við misstum Adam við þessar fordæmalausu aðstæður,“ sagði Becs Horsfall, rannsóknarlögreglustjóri í Suður-Jórvíkurskíri.

„Við höfum átt virkt samtal við sérfræðinga á sínu sviði sem aðstoða okkur og svara okkar fyrirspurnum og við munum halda áfram að vinna náið með heilbrigðis- og öryggissviði borgarráðs Sheffield, sem mun halda áfram að styðja við rannsókn okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×