Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 16:12 Árbæjarsafn í samnefndum borgarhluta er vinsæll áfangastaður til að kynnast sögu lands og þjóðar. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51
Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59