Fótbolti

Engin Svein­dís í lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir leiki gegn Dan­­mörku og Þýska­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Vilhelm

Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, hefur valið þá leik­menn sem munu taka þátt í næsta verk­efni liðsins. Um er að ræða tvo leiki í Þjóða­deild UEFA. Tvo heima­leiki gegn Dan­mörku annars vegar og Þýska­landi hins vegar undir lok októ­ber.

Íslenska landsliðið hóf vegferð sína í A-deild Þjóðadeildarinnar með sigri hér heima gegn Wales en stóru tapi gegn þjóðverjum ytra. 

Landsliðshóp Íslands má sjá hér: 

Íslenska landsliðið mun þurfa að spjara sig án sóknarmannsins öfluga Sveindísar Jane Jónsdóttur, leikmanns Wolfsburg, sem hefur verið að glíma við meiðsli upp á síðkastið. Meðal annars í síðasta landsliðsverkefni Íslands.

Það verður við ramman reip að draga í komandi verkefni liðsins. Danska liðið situr taplaust á toppi riðilsins með fullt hús stiga. 

Þjóðverjarnir sýndu mátt sinn og meginn í fyrri leik sínum við Ísland og vann sannfærandi 4-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×