Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­meistararnir mæta á Kópa­vogs­völl

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það verður án efa hart barist á Kópavogsvelli í kvöld þó Víkingar séu orðnir Íslandsmeistarar.
Það verður án efa hart barist á Kópavogsvelli í kvöld þó Víkingar séu orðnir Íslandsmeistarar. Vísir/Hulda Margrét

Besta deildin verður áberandi í útsendingum dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2. Íslandsmeistarar Víkinga mæta erkifjendum sínum í Breiðablik á Kópavogsvelli.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:00 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Víkingar mæta í heimsókn. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í gær eftir jafntefli KR og Vals og verður spennandi að sjá hvort Blikar standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn í kvöld.

Að leik loknum er svo Stúkan í beinni útsendingu og hefst útsending klukkan 21:25.

Stöð 2 Esport

Hinn sígildi GameTíví verður sýndur klukkan 20:00 þar sem farið verður yfir allt það helsta í heimi tölvuleikjanna.

Vodafone Sport

Leikur Coventry og Huddersfield í ensku Championship-deildinni verður sýndur beint klukkan 18:55.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.