Gamla samningnum hans við félagið var breytt og hann fær í raun launaleiðréttingu. Nýi samningurinn er núna frá 2023 til 2026 og á þessum fjórum árum fær hann 210,6 milljónir dollara eða tæplega 29 milljarða íslenskra króna.
Þetta er það mesta sem leikmaður í deildinni hefur fengið fyrir fjögurra ára samning.
Íslandsvinurinn Mahomes varð launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar árið 2020 er hann skrifaði undir tíu ára samning upp á 450 milljónir dollara.
Enginn hefur toppað þann samning í heildarverðmætum en átta leikstjórnendur voru að fá hærri árslaun en Mahomes. Það gekk augljóslega ekki upp. Tengdasonur Mosfellsbæjar er nú á svipuðum slóðum og aðrir launahæstu leikmenn deildarinnar.
Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals, skrifaði á dögunum undir stærsta samning í sögu deildarinnar er hann gerði fimm ára samning upp á 275 milljónir dollara.