Sport

Du­plantis bætti eigið heims­met enn og aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar.
Heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. EPA-EFE/Olivier Matthys

Stangastökkvarinn Armand Duplantis setti heimsmet í stangarstökki enn á ný í kvöld þegar hann stökk yfir 6.23 metra í Demanta-deildinni sem fór að þessu sinni fram á Hayward-vellinum í Oregon-fylki í Bandaríkjunum.

Hinn 23 ára gamli Armand Gustav Duplantis, oftar en ekki kallaður Mondo Duplantis, hefur ítrekað slegið heimsmetið í stangarstökki undanfarin misseri. Svíinn stökk yfir 6.22 metra í Frakklandi í febrúar á þessu ári en gerði gott betur í kvöld.

Duplantis keppti í Demanta-deildinni svokölluðu (e. Diamond League Prefontaine Classic) í kvöld. Þar stökk hann yfir 6.23 metra í fyrstu tilraun. Nýtt heimsmet staðreynd enn á ný hjá þessum ótrúlega íþróttamanni. 

Alls hefur Duplantis fjórum sinnum farið yfir 6.20 metra á ferli sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.