Sport

Ljós­­­leiðara­­­deildin: Ríkjandi ­­­meistarar mæta til leiks í kvöld og er ekki spáð titlinum

Aron Guðmundsson skrifar
Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra
Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra

Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Samkvæmt spánni fyrir komandi tímabil munu ríkjandi stórmeistarar í liði Atlantic ekki verja titil sinn en liðið mætir fyrrum liðsfélaga í viðureign sinni gegn Tension í kvöld. 

„Þetta er Ís­lands­mótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti raf­í­þrótta­leikurinn á Ís­landi og sá leikur sem á hve mesta hefð í raf­í­þróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhanns­son, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frá­bæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“

Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefð­bundinni deildar­keppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru.

„Efstu fjögur lið deildarinnar að af­lokinni deildar­keppninni tryggja sér beint sæti á stór­meistara­mótinu en einnig mun fara fram um­spils­mót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risa­stór í­þrótt hér á landi.“

Ljós­leiðara­deildin í CS:GO, líkt og raf­í­þróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undan­farin ár.

„Maður er farinn að verða meira var við al­vöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Um­gjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“

Lið At­lantic er ríkjandi stór­meistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn?

„Í byrjun hvers tíma­bils hitti ég á leik­menn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úr­slitin á komandi tíma­bili. Í spánni fyrir komandi tíma­bil er lið At­lantic spáð 3. sæti. Du­sty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo At­lantic í fyrra.

Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leik­manna­markaðnum í deildinni milli tíma­bila. At­lantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leik­menn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður for­vitni­legt að sjá hvernig tíma­bilið þróast.“

Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: 

  1.  Dusty 78 stig 
  2. Þór 71 stig 
  3. Atlantic 67 stig 
  4. Ármann 56 stig 
  5. Tension 46 stig 
  6. -7. FH 33 stig 
  7. (6.-7.) SAGA 33 stig 
  8. Breiðablik 31 stig 
  9. ÍA 25 stig 
  10. ÍBV 11 stig 

Stöð 2 E­sports er heimili Ljós­leiðara­deildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viður­eignum. Klukkan 19:30 hefst viður­eign ríkjandi stór­meistara At­lantic og Tension. Er þar á ferðinni afar á­huga­verð viður­eign en Tension fengu stjór­stjörnu At­lantic yfir til sín í sumar­hléinu.

Klukkan 20:30 hefst síðan viður­eign Ár­mann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljós­leiðara­deildarinnar í fyrra.

Veislan heldur síðan á­fram á fimmtu­daginn kemur þegar að þrjár viður­eignir verða á dag­skrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiða­bliks og Du­sty. Du­sty eru ríkjandi deildar­meistarar og spáð stór­meistara­titlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjör­breytt lið frá því í fyrra.

Klukkan 20:30 er á dag­skrá viður­eign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár.

Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu ná­kvæm­lega sama stiga­fjölda í spánni fyrir tíma­bil í 6.-7. sæti og verður á­huga­vert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtu­daginn.

Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×