Djokovic valtaði yfir Shelton og hermdi eftir fagni hans Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 08:01 Novak Djokovic er kominn í úrslit opna bandaríska meistaramótsins. Vísir/Getty Novak Djokovic tryggði sér í gærkvöldi sæti í sínum tíunda úrslitaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hundraðasti leikur Djokovic á mótinu frá upphafi. Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“ Tennis Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“
Tennis Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira