Sport

Katla Björg leggur skíðin vegna þrálátra meiðsla

Siggeir Ævarsson skrifar
Katla Björg á HM í alpagreinum á Ítalíu 2021
Katla Björg á HM í alpagreinum á Ítalíu 2021 Skíðasamband Íslands

Katla Björg Dag­bjarts­dótt­ir,  fremsta svig­kona lands­ins og þrefaldur Íslandsmeistari, hef­ur ákveðið að leggja skíðin á hilluna aðeins 23 ára að aldri en hún hefur glímt við erfið og þrálát meiðsli í að verða eitt og hálft ár.

Katla lenti í því óhappi að rotast á æfingu degi fyr­ir Skíðamót Íslands í mars 2022. Þrálátir verkir og vanlíðan hafa gert það að verkum að hún tekur þá ákvörðun að hætta og setja heilsuna í fyrsta sæti.

Katla Björg þátt á tveimur Heimsmeistaramótum fullorðinna og náði besta árangri íslenskra kvenna í stórsvigi í Cortina árið 2021 þar sem hún hafnaði í 34. sæti. Katla Björg sigraði á ferlinum tvö alþjóðleg svigmót fullorðinna og náði sex sinnum á verðlaunapall. 

Síðastliðið vor landaði hún svo þremur Íslandsmeistaratitlum í fullorðins flokki, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni, þrátt fyrir að glíma við þessi erfiðu meiðsli á sama tíma. Þá vann Katla Björg fjölmörg bikarmót á ferlinum ásamt því að vera margfaldur unglinga- og bikarmeistari.

Katla Björg vill koma á framfæri þökkum til styrktaraðila, þjálfara, liðsfélaga, keppinauta og annarra sem stutt hafa við bakið á henni í gegnum árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×