„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:59 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur að viðbrögð Íslandsbanka hafi ekki verið fullnægjandi. Vísir/Vilhelm Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira