Sport

Katrín Tanja flaug yfir At­lants­hafið en þó ekki til Ís­lands: „Safa­ríKat“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk að kynnast óbyggðum Afríku í þessari viku á meðan hún jafnar sig eftir heimsleikana.
Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk að kynnast óbyggðum Afríku í þessari viku á meðan hún jafnar sig eftir heimsleikana. @brookslaich

Hvað gerir þú þegar þú ert búinn að keyra þig út í harðri keppni á heimsleikunum í CrossFit og búin að stimpla þig inn sem sjöunda hraustasta CrossFit kona heims? Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir ákvað að gera eitthvað sem hún hefur aldrei gert áður.

Katrín Tanja kláraði sína tíundu heimsleika með mikilli sæmd og varð í sjöunda skiptið á ferlinum meðal þeirra sjö efstu í heimi. Þetta voru endurkomu heimsleikar hjá Katrínu eftir að henni mistókst að komast á heimsleikana í fyrra.

Katrín ætti því að þekkja það hvað sé best að gera til að endurnæra sig eftir þessa hörðu og krefjandi keppni.

Að þessu sinni ákvað Katrín Tanja að fljúga yfir Atlantshafið en þó ekki til Íslands. Hún lenti í Afríku og hefur eytt síðustu dögum í Tansaníu.

Kærasti hennar Brooks Laich er mikill ævintýramaður og hann vildi endilega kynna henni fyrir stað sem hann hefur oft verið áður.

„Ég vildi kynna Katrínu fyrir TAASA Lodge (í Serengeti í Tansaníu) alveg síðan ég kynntist henni. Ég er ánægður að geta sagt frá því að hún er loksins komin hingað og brosið hennar segir alla söguna,“ skrifaði Brooks Laich og birti flotta mynd af Katrínu Tönju með.

„TAASA Lodge hér er SafaríKat mætt. Látum safaríið byrja,“ skrifaði Laich.

Katrín Tanja sjálf hefur líka sagt frá ánægju sinni af því að kynnast óbyggðum Afríku. Hún birti meðal annars myndband sem hún tók af ljónshvolpum en það má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×