Kanna hvort fleira eigi þátt í methita Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 11:08 Fólk reynir að kæla sig í sumarhitanum við Bosporussund við Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Júlí var afgerandi hlýjasti mánuðurinn sem mælst hefur á jörðinni. AP/Francisco Seco Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina. Júlí var heitasti einstaki mánuður í mælingasögunni og júní þar á undan var heitasti júnímánuður sem sögur fara af. Yfirleitt eru hitamet af þessu slegin um brot eða brotabrot úr gráðu en júlí var þriðjungi úr gráðu heitari en fyrri metmánuður. Líkur eru nú taldar miklar á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Hlýnunin er svo mikil og skyndileg að sumir vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að fleira kunni að magna upp hitann nú en stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum annars vegar og El niño-fyrirbrigðið í Kyrrahafi hins vegar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem við sjáum núna er meira en bara El niño ofan á loftslagsbreytingar,“ sagði Carlo Buontempo, forstöðumaður Kópernikusar, loftslagsverkefnis Evrópusambandsins, sem greindi frá júlíhitametinu í gær. Kólnunaráhrif skipamengunar minnka Kaldhæðnislega gæti hreinna loft, þökk sé hertum reglum um útblástur flutningaskipa sem tóku gildi árið 2020, átt hlutdeild í hlýnuninni í sumar. Brennisteinsagnir í útblæstri skipanna hafa kólnunaráhrif þegar þau endurvarpa sólargeislum út í geim. Áætlað er að brennisteinsmengunin hafi dregist saman um áttatíu prósent frá því að nýju reglurnar tóku gildi. „Það voru viðvarandi kólnunaráhrif ár eftir ár og skyndilega voru þau fjarlægð,“ segir Tianle Yuan frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem hefur fylgst með lágskýjum sem tengjast flutningsleiðum í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Michael Diamond, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum, telur minni mengun frá flutningaskipum líklegustu ástæðuna fyrir hversu mikil hlýindin eru. Hann telur að útblástursreglurnar leiði til um 0,1 gráðu hlýnunar fyrir miðja öldina en allt að fimm til tíu sinnum meiri á fjölförnum flutningaleiðum eins og í norðanverðu Atlantshafinu. Aðrir vísindamenn hafa áður hafnað því að minni brennisteinsmengun frá skipunum skipti sköpum fyrir hlýindin nú. Þeir telja hlýnunaráhrif reglnanna helmingi minni en Diamond og að þau séu þar að auki aðeins komin fram að litlu leyti. Flutningaskip spúaði brennisteinsögnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi og valda kólnun. Útblástur þeirra varð hreinni eftir að nýjar og hertar reglur tóku gildi fyrir þremur árum.AP/Mark J. Terrill Gríðarlegt magn vatnsgufu frá eldgosinu á Tonga Risaeldgosið í Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-neðansjávareldfjallinu í janúar 2022 hefur verið nefnt sem annar mögulegur sökudólgur. Það spúði meira en 165 milljónum tonna af vatnsgufu upp í andrúmsloftið. Vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Tvær rannsóknir þar sem notast var við tölvulíkön gáfu til kynna að eldgosið gæti valdið tímabundinni hlýnun. Þær tóku þó ekki með í reikninginn kólnunaráhrif brennisteinsagna frá gosinu, jafnvel þó að óvenjumikið hafi verið af vatnsgufu en lítið af brennisteini í gosmekkinum. Aðrir vísindamenn hafa reiknað út að eldgosið hafi kólnunaráhrif á loftslagið til skemmri tíma litið. Eldgosið á Tonga í fyrra var gríðarlega öflugt.AP/Veðurstofa Japans Leiti ekki langt yfir skammt Þá eru ótaldir þeir vísindamenn sem telja starfssystkini sín leita langt yfir skammt. Loftslagsbreytingar af völdum manna með hjálp frá El niño dugi fyllilega til þess að útskýra hitann. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, áætlar að um fimm sjöttu hlutar hlýnunarinnar að undanförnu sé af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti en um sjötti hluti vegna El niño. Undanfarin þrjú ár einkenndust af La niña, andstæðu El niño, sem faldi að vissu leyti áframhaldandi hlýnun að völdum manna. Mann segir að sá sterki El niño sem nú geisar geri viðbrigðin enn meiri. „Loftslagsbreytingar og El niño geta skýrt þetta allt. Það þýðir ekki að aðrir þættir hafi ekki sitt að segja en við ættum sannarlega að búast við því að sjá þetta aftur án þess að hinir þættirnir komi nálægt því,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London. Loftslagsmál Vísindi Tonga Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Júlí var heitasti einstaki mánuður í mælingasögunni og júní þar á undan var heitasti júnímánuður sem sögur fara af. Yfirleitt eru hitamet af þessu slegin um brot eða brotabrot úr gráðu en júlí var þriðjungi úr gráðu heitari en fyrri metmánuður. Líkur eru nú taldar miklar á að árið í ár verði það heitasta frá upphafi mælinga. Hlýnunin er svo mikil og skyndileg að sumir vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að fleira kunni að magna upp hitann nú en stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum annars vegar og El niño-fyrirbrigðið í Kyrrahafi hins vegar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem við sjáum núna er meira en bara El niño ofan á loftslagsbreytingar,“ sagði Carlo Buontempo, forstöðumaður Kópernikusar, loftslagsverkefnis Evrópusambandsins, sem greindi frá júlíhitametinu í gær. Kólnunaráhrif skipamengunar minnka Kaldhæðnislega gæti hreinna loft, þökk sé hertum reglum um útblástur flutningaskipa sem tóku gildi árið 2020, átt hlutdeild í hlýnuninni í sumar. Brennisteinsagnir í útblæstri skipanna hafa kólnunaráhrif þegar þau endurvarpa sólargeislum út í geim. Áætlað er að brennisteinsmengunin hafi dregist saman um áttatíu prósent frá því að nýju reglurnar tóku gildi. „Það voru viðvarandi kólnunaráhrif ár eftir ár og skyndilega voru þau fjarlægð,“ segir Tianle Yuan frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem hefur fylgst með lágskýjum sem tengjast flutningsleiðum í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Michael Diamond, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum, telur minni mengun frá flutningaskipum líklegustu ástæðuna fyrir hversu mikil hlýindin eru. Hann telur að útblástursreglurnar leiði til um 0,1 gráðu hlýnunar fyrir miðja öldina en allt að fimm til tíu sinnum meiri á fjölförnum flutningaleiðum eins og í norðanverðu Atlantshafinu. Aðrir vísindamenn hafa áður hafnað því að minni brennisteinsmengun frá skipunum skipti sköpum fyrir hlýindin nú. Þeir telja hlýnunaráhrif reglnanna helmingi minni en Diamond og að þau séu þar að auki aðeins komin fram að litlu leyti. Flutningaskip spúaði brennisteinsögnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi og valda kólnun. Útblástur þeirra varð hreinni eftir að nýjar og hertar reglur tóku gildi fyrir þremur árum.AP/Mark J. Terrill Gríðarlegt magn vatnsgufu frá eldgosinu á Tonga Risaeldgosið í Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-neðansjávareldfjallinu í janúar 2022 hefur verið nefnt sem annar mögulegur sökudólgur. Það spúði meira en 165 milljónum tonna af vatnsgufu upp í andrúmsloftið. Vatnsgufa er öflug gróðurhúsalofttegund. Tvær rannsóknir þar sem notast var við tölvulíkön gáfu til kynna að eldgosið gæti valdið tímabundinni hlýnun. Þær tóku þó ekki með í reikninginn kólnunaráhrif brennisteinsagna frá gosinu, jafnvel þó að óvenjumikið hafi verið af vatnsgufu en lítið af brennisteini í gosmekkinum. Aðrir vísindamenn hafa reiknað út að eldgosið hafi kólnunaráhrif á loftslagið til skemmri tíma litið. Eldgosið á Tonga í fyrra var gríðarlega öflugt.AP/Veðurstofa Japans Leiti ekki langt yfir skammt Þá eru ótaldir þeir vísindamenn sem telja starfssystkini sín leita langt yfir skammt. Loftslagsbreytingar af völdum manna með hjálp frá El niño dugi fyllilega til þess að útskýra hitann. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, áætlar að um fimm sjöttu hlutar hlýnunarinnar að undanförnu sé af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti en um sjötti hluti vegna El niño. Undanfarin þrjú ár einkenndust af La niña, andstæðu El niño, sem faldi að vissu leyti áframhaldandi hlýnun að völdum manna. Mann segir að sá sterki El niño sem nú geisar geri viðbrigðin enn meiri. „Loftslagsbreytingar og El niño geta skýrt þetta allt. Það þýðir ekki að aðrir þættir hafi ekki sitt að segja en við ættum sannarlega að búast við því að sjá þetta aftur án þess að hinir þættirnir komi nálægt því,“ segir Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London.
Loftslagsmál Vísindi Tonga Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira