Kynntu „sifjaspellaapp“ Íslendinga fyrir erlendum skátum Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 16:51 Íslenskir skátar reyndu að láta mikinn hita ekki á sig fá og stóðu vaktina í Íslandstjaldinu. Bandalag íslenskra skáta Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun. Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda. Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda.
Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira