Innlent

Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í lok júní.
Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í lok júní. Facebook

Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti í júní að hún hefði ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðsins og var Rússum gert að draga úr starfsemi hér á landi. Sú ákvörðun var tekin í ljósi þess að það samræmist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við núverandi aðstæður.

Ákvörðunin felur ekki í sér slit á stjórnmálasambandi ríkjanna. Samkvæmt yfirlýsingu á vef Stjórnarráðsins verður lögð áhersla á að hefja starfsemi í sendiráðinu aftur um leið og aðstæður leyfa.

Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, kvaddi Moskvu í lok júní.

Mikil spenna hefur verið í samskiptum Rússlands og vesturlanda frá upphafi innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022. Samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafa sjö verið starfandi í íslenska sendiráðinu í Moskvu - tveir útsendir starfsmenn ráðuneytisins og fimm staðarráðnir starfsmenn. Í rússneska sendiráðinu hafa um tuttugu verið starfandi samkvæmt heimildum fréttastofu.


Tengdar fréttir

Hrókeringar í utan­ríkis­þjónustunni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni.

Sendi­herrann sagður farinn úr landi

Rússneski sendiherrann á Íslandi er sagður farinn úr landi. Íslensk stjórnvöld mæltust til þess að sendiherrann færi heim þegar þau ákváðu að loka íslenska sendiráðinu í Moskvu í síðasta mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×