Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 07:54 Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Íslands frá Bandaríkjunum á hverju ári og mynda Bandaríkjamenn gjarnan einn stærsta einstaka hóp ferðalanga. Vísir/Vilhelm Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira