Auðmjúkur Anton á tímamótum: „Rosalega tilfinningaþrungin stund“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 08:00 Anton Sveinn McKee Íslenski sundgarpurinn Anton Sveinn McKee segir að eftir kaflaskipt ár hafi það verið tilfinningaþrungin stund fyrir sig að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 í gær en um leið tryggði hann sér sæti í úrslitasundi á HM í 50 metra laug í Japan sem fram fer í dag. „Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“ Sund Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Sjá meira
„Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“
Sund Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Sjá meira