Bandaríkin eyða síðustu efnavopnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Vopnin kvödd. Starfsmenn Pueblo-efnavopnageymslu Bandaríkjahers í Colorado meðhöndla hylki með sinnepsgasi. Lokið var við að eyða gasinu 22. júní. Enn á eftir að klára að eyða saríngasbirgðum í Kentucky. AP/David Zalubowski Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997. Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“. Bandaríkin Hernaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira