Bandaríkin eyða síðustu efnavopnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Vopnin kvödd. Starfsmenn Pueblo-efnavopnageymslu Bandaríkjahers í Colorado meðhöndla hylki með sinnepsgasi. Lokið var við að eyða gasinu 22. júní. Enn á eftir að klára að eyða saríngasbirgðum í Kentucky. AP/David Zalubowski Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997. Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Bandaríkjaher hefur unnið að því að eyða efnavopnum sínum í á þriðja áratug en nú sér fyrir endann á verkefninu. Efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna námu um 30.000 tonnum við lok kalda stríðsins. Saríngasið í Kentucky hefur verið geymt þar frá 5. áratug síðustu aldar. Nú er aðeins hluti þeirra 51.000 flugskeyta með gasinu sem voru upphaflega geymd þar eftir. Starfsmenn annarrar herstöðvar í Colorado luku við að eyða síðustu birgðunum af sinnepsgasi 22. júní. Hernaðarsérfræðingar AP-fréttastofunnar segja að með því að eyða síðustu skráðu efnavopnum sínum reyni Bandaríkin að senda þeim örfáu ríkjum sem eiga ekki aðild að efnavopnasáttmálanum að notkun efnavopna sé ekki lengur ásættanleg á vígvellinum. Aðeins Norður-Kórea, Egyptaland og Suður-Súdan hafa ekki undirritað sáttmálann. Ísrael skrifaði undir en hefur aldrei fullgilt sáttmálann. Þá leikur grunur á að ríki eins og Rússland og Sýrland búi yfir efnavopnum sem þau halda leyndum, að sögn AP-fréttastofunnar. Flugskeyti með saríngasi tilbúið til eyðingar í Blue Grass-efnavopnaeyðingarstöðinni í Richmond í Kentucky.AP/Bandaríkjaher Andstaða nágranna herstöðvanna Efnavopn voru fyrst notuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Talið er að í það minnsta 100.000 manns hafi fallið af völdum þeirra þá. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 en ríki heims héldu áfram að hamstra þau allt þar til efnavopnasáttmálinn var undirritaður 72 árum síðar. Eyðing efnavopnanna í Bandaríkjunum gekk ekki átakalaust. Íbúar í nágrenni herstöðvanna þar sem eiturefnin voru geymd mótmæltu upphaflegu áformunum um að brenna þau. Þeir óttuðust að eitraða mengun gæti lagt yfir nærliggjandi byggð. Herinn þurfti því að leggja fram nýjar aðferðir við brennslu á efnunum til þess að sefa áhyggjufulla nágranna sína. Kingston Reif, yfirmaður vopnaeftirlitsmála hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, segir að mikilvægum kafla í hernaðarsögunni verði lokið þegar síðustu efnavopnunum hefur verið eytt, „en það er kafli sem við hlökkum mjög til að ljúka“.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent